Þrifaþjónusta fyrir heimili

Við veitum alhliða þrifaþjónustu fyrir heimili á höfuðborgarsvæðinu, sniðna að þínum þörfum. Hvort sem þú þarft regluleg heimilisþrif, djúphreinsun, flutningsþrif eða sérhæfða þjónustu, þá tryggjum við faglega og áreiðanlega vinnu.
Starfsfólk okkar er vandvirkt, traust og leggur metnað í að skapa hreint og þægilegt umhverfi fyrir þig og fjölskylduna þína.

Við notum vandaðar og umhverfisvænar hreinsivörur til að tryggja góða útkomu án þess að ganga á náttúruna. Þú velur þjónustustig og tíðni, við sjáum um afganginn – þannig getur þú notið þess að koma heim í hreint og ferskt húsnæði, áhyggjulaus.

Almenn heimilisþrif
  • Við sjáum um dagleg og vikuleg þrif á heimilinu þínu.

  • Ryksugun og þvottur á gólfum - Þurrka af yfirborðum - Þrif á baðherbergi og eldhúsi - Ruslataka - Rykhreinsun á húsgögnum og ljósum

Djúphreinsun
  • Fullkomin hreinsun fyrir heimilið þitt, t.d. eftir framkvæmdir eða fyrir sérstök tilefni.

  • - Djúphreinsun á gólfum og teppum - Þrif á innréttingum, skápum og tækjum - Gluggaþvottur að innan - Hreinsun á veggjum og hurðum

Flutningsþrif
  • Þrif fyrir fólk á flutningum – tryggir að nýjir eigendur eða leigjendur fá hreint heimili.

  • - Alhliða hreinsun á öllum rýmum - Hreinsun á innréttingum, vaski og tækjum - Gólf, veggir og gluggar þrifin